Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld en að þessu sinni siglir Sjöfn til Vest­manna­eyja. Þar verða meðal annars nýir mögu­leikar í gistingu skoðaðir.

Hjónin Kristján G. Rík­harðs­son og Margrét Skúla­dóttir Sigurz reka saman fyrir­tækið West­man Is­lands Luxury Villas og hafa þau staðið í stór­ræðum að undan­förnu. Hafa þau meðal annars staðið í hönnun og byggingu á glæsi­legum hí­býlum á fal­legustu út­sýnis­stöðum eyjunnar.

Einnig bjóða Vest­manna­eyjar uppá frá­bærar matar­upp­lifanir og Sjöfn heim­sækir veitinga­húsið GOTT sem er þekkt fyrir strang­heiðar­lega matar­gerð og skapandi um­hverfi. Sigurður Gísla­son annar eig­anda og rekstrar­aðila sviptir hulunni af sögu veitinga­staðarins og sér­stöðu matar­gerðarinnar.

Þátturinn hefst klukkan 19 í kvöld.

Hér að neðan má sjá sýnis­horn: