Skáld­sagan Lungu eftir Pedro Gunn­laug Garcia stökk beint í fyrsta sæti met­sölu­lista Pennans Ey­munds­sonar í kjöl­far þess að bókin hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­launin í flokki skáld­verka í síðustu viku.

Lungu er önnur skáld­saga Pedro Gunn­laugs og í við­tali við Frétta­blaðið í desember síðast­liðnum kvaðst Pedro hafa verið svo hissa þegar hann hlaut til­nefningu til hinna Ís­lensku bók­mennta­verð­launa að hann öskraði upp fyrir sig.

„Ég öskraði í símann þegar rit­stjórinn minn hringdi. Blessunar­lega er fót­bolta­mót í gangi þannig að ná­grannarnir hafa ekki haldið að ég væri neitt allt of ruglaður,“ sagði Pedro.

Þá vekur at­hygli að tvær aðrar bækur sem hlutu verð­laun við sama til­efni eru einnig á listanum. Glæpa­sagan Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðs­son sem hlaut Blóð­dropann er í fjórða sæti. Þá er skáld­sagan Koll­hnís eftir Arn­dísi Þórarins­dóttur sem hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­launin í flokki barna- og ung­menna­bóka í tíunda sæti listans.

Ævi­saga Harry Breta­prins, Spare, er í þriðja sæti listans en bókin hefur setið á met­sölu­listum víða um heim síðan hún kom út fyrir tæpum mánuði síðan.

Listinn er tekinn saman yfir mest seldu bækur í verslunum Pennans Ey­munds­sonar undan­farna viku. Listann má sjá í heild sinni hér að neðan:

  1. Lungu - Pedro Gunn­laugur Garcia
  2. Keltar (kilja) - Þor­valdur Frið­riks­son
  3. Spare - Prince Harry
  4. Stóri bróðir (kilja) - Skúli Sigurðs­son
  5. Dauðinn á opnu húsi - Anders de la Motte/Måns Nils­son
  6. Vio­leta - Isa­bel Allende
  7. Costa Blan­ca: Lifa og njóta - Snæ­fríður Inga­dóttir
  8. Greppikló - Juli­a Donald­son
  9. Kannski í þetta sinn - Jill Man­sell
  10. Koll­hnís - Arn­dís Þórarins­dóttir