Lukas Bury heldur einkasýninguna You look like a viking, í Þulu. Sýningin stendur til 22. maí.

Með notkun sérkennilegra sjónarhorna takast mótíf hans á við pólitísk viðfangsefni og lýsa innri deilum annarrar kynslóðar innflytjanda, sem varð heimsborgari eftir að hafa fæðst í vesturevrópsku landi. Hann kannar sköpun sjálfsmyndar, hvað það þýðir að vera innflytjandi og maður margra þjóða. Hvar er heima og hvað þýðir það?

Lukas stundaði MA-nám við Listaháskóla Íslands, Hochschule für Bildende Künste í Braunschweig og Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó. ■