Love Is­land stirnin Gemma Owen og Luca Bish þver­taka fyrir að þau séu hætt saman, en Luca segir Gemmu hafa breyst frá því þau yfir­gáfu villuna í þáttunum. Við­tal við þau í Good Morning Britain frá því í morgun má sjá neðst í fréttinni.

Eins og greint hefur verið frá var endur­funda­þáttur sýndur í bresku sjón­varpi í gær. Þar var fólki heitt í hamsi og voru þau Gemma og Luca ó­sátt að loknum tökum í síðustu viku, líkt og Frétta­blaðið greindi frá.

„Þú hefur breyst smá,“ segir Luca við Gemmu í beinni út­sendingu hér að neðan. „Til hins betra. Hún er komin meira út úr skelinni,“ segir Luca sem þekktur var fyrir að tryllast í hvert sinn sem aðrir menn sýndu Gemmu á­huga í villunni.

Parið er ekki enn opin­ber­lega orðið að kærustu­pari. „En ég ætla að spyrja hana,“ segir Luca. Hann hefur áður grínast með að hann sé að bíða eftir skrif­legu sam­þykki frá fjöl­skyldu Gemmu, meðal annars pabba hennar og mömmu, Michael og Lou­ise Owen.

Net­verjar hafa lýst yfir í­trekuðum á­hyggjum af sam­bandi þeirra og ein­hverjir getið sér til um að þau muni hætta saman áður en langt um líður. Gemma blæs hins­vegar á þær sögu­sagnir.

Hún segist vera hrifnari af Luca nú en þegar þau voru í þættinum. „Við erum svo svipuð. Við erum svo gott sem sama manneskjan. Það er svo næs. Við erum bæði þrjósk og rífumst smá. Þetta er allt saman. Besti vinur í fé­laga er eitt­hvað sem mig hefur alltaf langað í,“ segir Gemma.

Luca er líka yfir sig hrifinn. „Það sem er í mestu upp­á­haldi hjá mér er þegar hún knúsar mig þegar ég sný í hana baki og ég brosi. Ég hef aldrei átt svona með neinum, því ég hef aldrei geta sýnt til­finningar mínar fyrir framan neina aðrar kærustur.“