Love Is­land keppandinn Luca Bish fékk loksins að hitta nýjan tengda­föður sinn, fót­bolta­goð­sögnina Michael Owen. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá málinu og birtir myndir af fundum þeirra. Myndir af fundunum má sjá neðst í fréttinni.

Parið hitti Michael loksins þar sem þau eru öll stödd í fríi í Portúgal og fóru þau út að borða í gær­kvöldi. Bresk götu­blöð hafa keppst við að gera sér mat úr því að Michael hafi hingað til forðast að hitta Luca.

Gerðu þau að því skóna að fót­bolta­kappinn fyrr­verandi væri mögu­lega ekkert svo spenntur fyrir nýjum tengda­syni sínum sem dóttir hans kynntist í raun­veru­leika­þáttunum frægu. Sagði Michael raunar fátt um veru dóttur sinnar opin­ber­lega, þar til í blá­lokin.

Breska götu­blaðið segir að fundur þeirra Luca og Michael hafi hins­vegar gengið eins og í sögu. Michael hafi meðal annars gengið svo langt að fylgja Luca á Insta­gram að loknum fundum.

The Sun segir hins­vegar að Luca hafi verið afar stressaður fyrir fundinn. „Hann er ást­fanginn af Gemmu og veit að hann þarf að koma vel fyrir,“ hefur miðillinn eftir ó­nafn­greindum heimildar­manni sem sagður er náinn parinu.

„Gemma var hins­vegar full­viss um að hann myndi ná Michael á sitt band en auð­vitað var hann kvíðinn fyrir þessu.“

Skjáskot/The Sun