Það er óhætt að segja að leikkonan Jane Fonda sé með glæsilegri konum en hún varð áttræð í desemberlok í fyrra. Lífshlaup hennar er æði fjölbreytt, hún á þrjú hjónabönd og eina sambúð að baki, var frumkvöðull í heilsurækt, var róttækur aðgerðarsinni á tímum Vítenmansstríðsins og síðast en ekki síst margverðlaunuð kvikmynda leikkonan.

Fyrir skemmstu var heimildarmyndin „Jane Fonda in Five Acts“ frumsýnd á sjónvarpsstöðinni HBO sem var jafnframt framleiðandi hennar. Myndbrot úr myndinni er HÉR.

Í heimildarmyndinni er skyggnst inn í líf hennar og fjölmargt dregið fram í dagsljósið sem hefur ekki komið opinberlega fram áður. Jane segir myndina sýna sig í réttu ljósi því viðmælendur þekki hana vel en rætt var við vini og vandamenn.

„ Ég gleðst yfir því að líta vel út á mínum aldri. En ég viðurkenni hreinskilnislega að ég hef farið í fjölda lýtaðgerða. Hluti af mér sér eftir þessu“. – sagði leikkonan nýverið í sjónvarpsviðtali við tímaritið People hún sagðist hafa verið þreytt á því að vera þreytuleg og fór því í aðgerð á augum og neðra andliti.

Opinská um sjálfsvíg móður sinnar

Heimildarmyndin hefur vakið töluverða athygli fyrir hreinskilni Jane um sjálfsvíg móður hennar þegar hún var tólf ára, atvikið hafði gífurlega mikil áhrif á heimilislífið og litaði tilveruna fram á fullorðins ár.

Með fréttinni fylgja brot úr viðtalinu um heimildarmyndina.