Lovísa hefur mikla ást­ríðu fyrir líkams­rækt og hollri matar­gerð. Hún stundar reglu­bundna líkams­rækt og er að þjálfa nokkra daga í viku auk þess sem hún er komin inn í fram­leiðslu­fyrir­tæki sem er að fram­leiða há­gæða sæl­kera­vörur sem hafa slegið í gegn síðast­liðið ár. Hún hefur alla sína tíð unnið við fisk þar til í fyrra en þá á­kvað hún að láta gamlan draum rætast og sér ekki eftir því. Lovísa er líka mikil fjöl­skyldu­manneskja og elskar að eiga góðar stundir með sínu fólki, sér­stak­lega tveimur ömmustrákunum sínum þrátt fyrir miklar annir.

„Ég er svo heppin að fá að vinna við hluta á­huga­mála minna dag­lega sem er líkams­rækt og matar­gerð. Dagurinn byrjar með góðri æfingu í World Class Sel­tjarnar­nesi þar sem þjálfa nokkra daga i viku hóp­tíma með eld­hressum morgun­hönum,“ segir Lovísa og bætir við að þetta sé frá­bær blanda af því besta til að hugsa vel um líkama og sál.

Hefur unnið við fisk alla sína tíð þangað til í fyrra

„Ég hef alla mína tíð unnið við fisk en fyrir ári síðan á­kvað ég að láta gamlan draum rætast. Ég og tví­bura­systir mín Anna Marta höfum alltaf átt þann draum að vinna saman, erum afar sam­stíga og eigum sam­eigin­leg á­huga­mál. Ég kom því inn í fyrir­tækið sem hún hefur rekið síðan 2019 og saman fram­leiðum við vörur undir vöru­línunni ANNA MARTA. Við fram­leiðum hreinar há­gæða­vörur, þrjár tegundir af Pestó, döðlu­mauk og hand­gerða súkku­laði­hringi sem við settum á markað í októ­ber á síðasta ári og hafa nú þegar selst 23 þúsund stykki.“

Ferskt, hreint og lit­ríkt hrá­efni

„Ég hef mikla ást­ríðu fyrir hollum mat og legg mikið upp úr því að vinna með ferskt, hreint og lit­ríkt hrá­efni og að nýta alla fæðu­flokkana. Mér finnst al­gjör­lega ó­missandi að hafa fersk salat með mál­tíðinni. Við fjöl­skyldan lítum á kvöld­verðar­tímann sem heilaga stund þar sem við sam­einumst eftir við­burða­ríkan dag. Ég er svo heppin að það eru miklir mat­gæðingar í fjöl­skyldunni sem eru á­vallt til í að taka þátt í þeim til­raunum sem ég geri í elda­mennskunni svo ég er ó­hrædd við að blanda saman hinum ýmsu hrá­efnum sem fara með bragð­laukana í ferða­lag.“

Mánu­dagur – Blá­langa með lime, kórían­der og pestó

„Við byrjum flestar vikur á ferskum fiski, betri og hreinna hrá­efni er vand­fundið. Ég kem alltaf við í Fiski­kónginum Soga­vegi þar sem ég veit að gæði og fersk­leiki er al­gjör­lega í fyrir­rúmi hjá þeim. Ég valdi geggjaða blá­löngu sem er þéttur og afar bragð­góður fiskur.“

Sjá upp­skrift hér: https://hring­braut.fretta­bladid.is/frettir-pistlar/blalanga-i-lime-koriander-med-raudu-pesto-upp­skrift/?_gl=1*1hiamtw*_ga*Nzk1OTAzMD­gyLjE2NzcwNTU4MDI.*_ga_8TJ69651DG*MTY3NzE2NDYx­Mi42LjEuM­TY3NzE2NjQx­My4wLjAuMA..

Aðsend mynd

Þriðju­dagur – Kjúk­linga­p­asta­réttur

„Þriðju­dagar eru ömmu- og afa­kvöld, þá koma prinsarnir mínir í mat og þeim finnst fátt betra en góður pasta­réttur. Þar sem það er alltaf til grænt og rautt pestó á heimilinu á­samt ferskri basilíku þá setti ég saman fljót­legan og afar ein­faldan rétt.“

Kjúk­linga­p­asta­réttur að hætti ömmu og afa
1 pk (4 bringur) ferskar kjúk­linga­bringur
1 pk (250 g) ferskt Fettuccine

Sósa
2 stk. meðal­stór skalot­laukur
1 stk. geira­laus hvít­laukur
½ l mat­reiðslurjómi
1 krukka PESTÓ SÓL frá ANNA MARTA
Ó­lífu­olía
Græn­metis­kraftur
Salt og pipar eftir smekk

Byrjið á því að skera kjúk­linginn í hæfi­lega munn­bita, steikið á pönnu upp úr góðri ó­lífu­olíu, kryddið til eftir smekk. Sjóðið pasta sam­kvæmt leið­beiningum á pakka. Þegar þið gerið sósuna byrjið þið á því að saxa skalot­laukinn og hvít­laukinn smátt. Hitið ó­lífu­olía og hluti af olíunni frá Sól pestóinu í potti, látið laukinn brúnast ör­lítið í olíunni. Þegar það er klárt þá bætið þið við Sól pestóinu við og græn­metis­kraftinum. Látið malla að­eins, svo er rjómanum bætt við og hrært vel saman við vægan hita eða þar til blandan byrjar að sjóða. Leyfið sósunni að sjóða í fimm mínútur og hrærið af og til í henni á meðan. Sósan er bragð­bætt með græn­metis­krafti, salt og pipar eftir smekk. Bætið kjúk­lingnum í sósuna og hellið sósunni síðan yfir pastað. Ég mæli með ferskri basilíku, tómötum og rifnum parmesan osti til að toppa réttinn.

Fréttablaðið/Anton Brink

Mið­viku­dagur – Ekta taco- súpa

„Fjöl­skyldan elskar kraft­miklar súpur, viljum hafa þær sterkar og svo erum við dug­leg að nýta okkur spennandi hrá­efni sem við setjum hvert og eitt í súpu­skálina. Þessi súpa er í miklu upp­á­haldi hjá okkur.

Sjá upp­skrift hér: https://www.fretta­bladid.is/lifid/ekta-taco-supa-med-heima­ger­du-nachosi-sem-yljar/

Fréttablaðið/Anton Brink

Fimmtu­dagur - Gamal­dags hakk­bollur að hætti Fiski­kóngsins

„Þar sem við erum afar hrifin af fiski þá voru geggjuðu gamal­dags fiski­bollurnar frá Fiski­kónginum fyrir valinu, í þetta sinn settum við smá tvist á fiski­bolluna sem kom sjúk­lega vel út, gjör­sam­lega himneskt sam­setning.“

Gamal­dags hakk­bollur að hætti Fiski­kóngsins
Gamal­dags fisk­hakk­bollur (fást hjá Fiski­kónginum)
Grænt pestó frá ANNA MARTA
Döðlu­mauk frá ANNA MARTA
Rauð paprika
Tómatur og kál

Fiski­bollurnar hitaðar i ofni á 160-180°C hita í 10-12 mínútur, þar sem við viljum hafa bollurnar krönsí þá hækka ég hitann í 220°C hit í 2-3 mínútur í við­bót. Bollurnar kældar að­eins og svo er öllu hrá­efninu raðað saman að vild. Ein­falt, þægi­legt og gott.

Fréttablaðið/Anton Brink

Föstu­dagur – Pit­sa­kvöld fjöl­skyldunnar

„Föstu­dagar eru klár­lega pit­sa­dagur hjá fjöl­skyldunni, þar sem við nýtum okkur Liba flat­brauðin þá tekur enga stund að græja pitsurnar. Við leikum okkur með mjög fjöl­breytt hrá­efni hverju sinni.“

Hér er upp­skrift að einni afar fljót­legri og hollri sem við gerum oft.

Upp­á­halds pitsa fjöl­skyldunnar
1 stk. Liba flat­brauð ( fæst í flestum stór­verslunum, frysti­vara)
Grilluð kjúk­linga­bringa, skorin í litla bita
Grænt pestó frá ANNA MARTA
Rifinn mozzarella ostur
Kletta­salat
Cher­ry tómatar, skornir
Vor­laukur, saxaður

Smyrjið flat­brauðið með pestóinu og dreifið mozzarella osti yfir svo er kjúk­linga­bitum dreift yfir ostinn. Bakið í ofni við 180-200°C hita í 5-7 mínútur. Eftir bakstur er kletta­salati, tómötum og vor­lauk dreift yfir og toppað með meira pestó.

Laugar­dagur – Kalkúna­bollur Helgu Möggu
„Kalkúna­bollurnar frá Helgu Möggu eru í miklu upp­á­haldi hjá okkur og renna ljúft niður hjá öllum aldurs­hópum. Prótein­rík og bragð­góð mál­tíð.“

Sjá upp­skrift hér: https://www.helgamagga.is/post/kalkuna­bollur

Fréttablaðið/Anton Brink

Sunnu­dagur - Bröns

„Við erum mikið fyrir góðan bröns og reynum að halda góðri rútinu alla sunnu­daga að hittast með allri fjöl­skyldunni. Þegar veður leyfir förum við í skemmti­lega úti­leiki annars er sam­veru­stundin það allra besta. Það er föst venja að vera með avókadó toast sem er afar ein­falt, hollt og svaka­lega bragð­gott. Svo setti ég saman sæt­bita­bakka með Súkku­laði hringjum og ferskum berjum.

Avókadó toast
Súr­deigs­brauð
Grænt pestó frá ANNA MARTA
Avókadó í sneiðum / bitum
Tómatar, saxaðir
Parmesan ostur rifinn
Balsamic gljái.

Brauðið smurt með pestó, bakað í ofni á 180-200°C hita þar til það er farið að gyllast. Brauðið kælt, avókadó og tómötum dreift yfir brauðið, að lokum er parmesan osturinn rifinn yfir og brauðið toppað með balsamic gljáanum.

Fréttablaðið/Anton Brink

Sæt­bita­bakki að hætti Lovísu
Tropic hringur
Arabic hringur
Asi­atic hringur
Nor­dic hringur
Fersk blá­ber
Fersk jarðar­ber

Súkku­laði hringirnir brotnir niður og raðað á bakka, blá­berjum og jarðar­berjum bætt við. Þessi bakki slær alltaf í gegn, hér er súkku­laði sem fer með bragð­laukana í magnað ferða­lag.

Fréttablaðið/Anton Brink