Love Is­land stjörnurnar Molly Mae og Tommy Fury hafa eignast dóttur. Parið deildi fallegri fjölskyldumynd i gær með dagsetningunni 23.01.23.

„Ég trúi því ekki að við fáum að eiga þig alltaf. Að verða mamma þín er það besta sem hefur hent mig. Það ætti ekki að vera hægt en ást mín til þín vex með hverju augnabliki. Það er ekkert betra en að hafa þig í fanginu, hjartað í mér er við það að springa,“ skrifar þau þakklát í story fyrir þá gjöf að vera orðin foreldrar.

„Við lofum að elska þig og sjá um þig skilyrðislaust að eilífu.“

Parið er eitt það vin­sælasta sem tekið hefur þátt í raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land en þar kynntust þau árið 2019.

Þá hafa þau rætt opinskátt um barneignir, getnaðarvarnir og smáforrit til að fylgjast með tíðahringnum sínum. „Molly vill eignast sex börn, ég vil átta,“ lét Tommy hafa eftir sér í við­tali árið 2020.