Amber Gill sem bar sigur úr býtum í fimmtu þátttaröð raunveruleikaþátttanna Love Islands brást harkalega við þegar hún fékk að vita að það væri einstaklingur sífellt að taka myndir af henni í ræktinni á Instagram í vikunni.

Að sögn Gill sem eyðir stærstum hluta ársins í Dubaí sér hún fram á að skipta um líkamsrækt til að forðast áreitið.

Hin 24 ára gamla Gill bauð fylgjendum sínum að senda inn spurningar á Instagram og barst henni spurning hvort að hún gæti beðið einstakling um að hætta að mynda sig í ræktinni.

Gill brást harklega við og svaraði að hún myndi ekki vera stolt af því að eiga vin sem væri slíkur ræfill. Um leið bað hún þennan einstakling um að hætta myndatökunum.

Að lokum gaf hún til kynna að hún þyrfti að finna sér nýja líkamsrækt til að komast undan áreitinu.