Bresku raun­veru­leika­þættirnir Love Is­land snúa aftur í breskt sjón­varp þann 28. júní næst­komandi. Þættirnir um ástina hafa verið í löngu fríi vegna heims­far­aldurs CO­VID-19 en ekki lengur, að því er fram kemur á vef breska götu­blaðsins Daily Star. Stefnt er að því að sýna fyrsta þátt í Sjón­varpi Símans í byrjun júlí.

Þar segir að breska sjón­varps­stöðin ITV hafi haldið upp­lýsingum um nýjustu þátta­röðina leyndum. Þó er vitað að þættirnir munu verða teknir upp á spænsku eyjunum Major­ca og munu þátta­stjórn­endur fljúga út í næstu viku, 20. júní.

Þættirnir eru heims­­frægir og hafa notið mikilla vin­­sælda í Bret­landi. Um er að ræða sjöundu þátta­röðina en þættirnir hverfast um hóp af föngu­­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu.

Þar para þau sig saman, reyna að finna ástina og hreppa verð­­launa­­fé á milli þess sem nýtt fólk bætist í hópinn, sem flækir leikinn. Áður hefur komið fram að strangar CO­VID-19 reglur muni gilda í nýju þátta­röðinni.

Guð­mundur Jóhanns­son, upp­lýsinga­full­trúi Símans, segir í svari við skrif­legri fyrir­spurn Frétta­blaðsins að nýja serían verði sýnd í Sjón­varpi Símans rétt eins og þær gömlu. Hann segir að miðað við af­hendingar­á­ætlun ætti fyrsti þáttur að verða sýndur föstu­dags­kvöldið 2. júlí ef allt stenst.

Þá hafa Ís­lendingar meðal annars verið orðaðir við bresku raun­veru­leika­þættina með einum eða öðrum hætti. Þannig þver­tók sam­fé­lags­miðla­stjarnan Nadía Sif Lín­dal fyrir það að vera á leið í þættina í sam­tali við Frétta­blaðið. „Ég hef ekki einu sinni sótt um,“ sagði Nadía létt í bragði.

Þá greindi Frétta­blaðið frá því í febrúar í fyrra að Birgir Þór Björns­son, fé­lagi Kristófers Acox, körfu­bolta­leik­manns Vals og ís­lenska lands­liðsins, hefði boðið fram krafta vinar síns í þættina í góðu gríni á Twitter. „Drengurinn þarf ein­fald­­lega ást og það STRAX,“ sagði Birgir á sínum tíma.