Love Is­land parið Rebec­ca Gorml­ey og Biggs Chris hafa kallað þetta gott og eru hætt saman eftir rúm­lega árs­sam­band. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá málinu.

Rebec­ca stað­festi þetta við fylgj­endur sína á Insta­gram. Að­dá­endur parsins höfðu veitt því eftir­tekt að þau höfðu ekki birt neinar færslur til­einkaðar hvort öðru í dá­góðan tíma.

Parið byrjaði saman eftir að hafa tekið þátt í sjö­ttu seríu þáttanna, þeirri fyrstu sem tekin var upp að vetri til og hófst í janúar 2020. Rebec­ca segir að hún hafi þagað um sam­bands­slitin því hún hafi viljað vera viss um að hún hafi verið að taka rétta á­kvörðun.

„Það eru allir að spurja okkur út í þetta og á­stæða þess að ég hef ekkert sagt er að ég vildi vera viss um að ég væri að gera hið rétta. Og þetta er það besta fyrir okkur svo að já, við erum hætt saman,“ segir fyrir­sætan á Insta­gram.

Breska götu­blaðið greinir frá því að Biggs hafi farið til I­biza í frí eftir sam­bands­slitin. Rebec­ca hafi hins­vegar haldið kyrru fyrir í New­cast­le. Einungis ör­fáar vikur eru síðan að Biggs sagðist vilja giftast Rebeccu en parið hugðist flytja saman til Glas­gow.

Rebecca og Biggs voru saman í rúmlega ár, þrátt fyrir að hafa aldrei stungið saman nefjum í sjálfum þáttunum.
Fréttablaðið/Skjáskot