Love Is­land parið Adam Collard og Pai­ge Thorn­e hafa á­kveðið að taka sér hlé frá hvort öðru, eftir að mynd­bönd af Adam að gera sér góða stund með öðrum konum fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum.

Adam og Pai­ge kynntust í síðustu seríu af Love Is­land, en Adam var einnig í þriðju seríu af þáttunum. Þau enduðu í fimmta sæti.

Stuttu eftir að þátt­töku þeirra í Love Is­land hófu þau sam­band, en margir efuðust um Adam þar sem hann er þekktur glaum­gosi í Bret­landi.

Núna hafa nokkur mynd­bönd af Adam á nætur­lífinu með öðrum konum farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum, en á einu mynd­bandinu sést hann halda utan um konu á veitinga­staðnum McDonalds.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum The Sun telur Pai­ge að Adam hafi ekki verið ó­trúr, en hún er ó­sátt við niður­læginguna sem fylgdi orð­rómunum á sam­fé­lags­miðlum. Hún hefur því á­kveðið að setja sam­bandið á ís í smá tíma.