ITV sem fram­leiða hina vin­sælu raun­veru­leika­þætti Love Is­land eru að vinna í nýjum stefnu­móta­þætti fyrir eldra fólk.

Þættirnir eru ekki komnir með nafn, en vinnu­heiti þáttarins er „Your Mum, My Dad“, eða „Mamma þín, Pabbi minn“.

Í nýju þáttunum mun mið­aldra ein­hleypt fólk vera parað saman af krökkunum þeirra. Upp­tökur á þáttunum eiga að hefjast seinna í ár og vonast er eftir að þeir verði frum­sýndir árið 2023.

Love Is­land hefur upp­skorið mikla gagn­rýni undan­farið, en margir á­horf­endur telja að kepp­endur skorti ein­fald­lega til­finninga­legan þroska að sökum aldurs. Eitruð karl­mennska og ó­raun­hæfar kröfur á líkama keppanda hefur einnig verið harð­lega gagn­rýnt af á­horf­endum.