Að­dá­endur bresku raun­veru­leika­þáttanna Love Is­land virðast vera komnir með nóg af nýjustu seríunni af þáttunum ef marka má tíst sem breska götu­blaðið The Sun hefur tekið saman.

Þættirnir hverfast um hóp af föngu­­­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu. Þar para þau sig saman, reyna að finna ástina og hreppa verð­­­launa­­­fé á milli þess sem nýtt fólk bætist í hópinn, sem flækir leikinn.

Les­endur Frétta­blaðsins sem ekki hafa séð nýjustu þættina af Love Is­land eru varaðir við spillum úr þáttunum sem birtast hér fyrir neðan. Nýr þáttur kemur út á hverjum einasta degi og því erfitt fyrir suma að fylgjast með á hverjum einasta degi.

Strákarnir í Love Island í ár hafa vakið mikla athygli.
Mynd/ITV

Í nýjasta þættinum af Love Is­land var boðið upp á svo­kallað kvik­mynda­kvöld. Þar gefst kepp­endum eins og les­endur vita vel tæki­færi til þess að sjá hvað aðrir kepp­endur hafa verið að bralla, hvað þau gætu hafa gert af sér og sagt fjarri augum og eyrum annarra kepp­enda.

Svo virðist vera sem á­horf­endur séu komnir með gjör­sam­lega nóg af hegðun kepp­enda í þáttunum og þá sér­stak­lega strákanna. Luca brjálaðist yfir meintu daðri Gemmu, á meðan Dami urðaði hressi­lega yfir sinn fyrrum elsk­huga, Sum­mer eftir að upp­lýst hafði verið um trekants­koss hans í Casa Amor.

„Þetta er raun­veru­lega fyrsta serían þar sem mér finnst að enginn eigi skilið að vinna Love Is­land,“ skrifar einn að­dáandi í tísti sem The Sun hefur tekið saman. Annar tekur undir og segir enga ást vera til staðar í seríunni.

„Hættið við þetta allt saman strax. Það á enginn skilið að sigra,“ skrifar annar, á meðan sá þriðji skrifar:

„Þessi sería af Love Is­land er upp­full af kven­hatri og karl­rembu. Það á enginn skilið að vinna þetta.“

Þá geta breskir aðdáendur nú einnig kosið um vinsælasta parið sitt. Svo virðist vera sem einhverjir netverjar ætli sér að kjósa Andrew og Töshu, í þeirri von um að koma Luca og Dami á botninn, ef marka má nokkur tíst hér fyrir neðan.

Fleiri tíst um nýjustu þættina af Love Is­land má sjá hér að neðan: