Kvik­myndin Love Actu­ally er dáð og dýrkuð af mörgum. Það sama gildir þó ekki um bresku leik­konuna Lulu Popp­lewell sem sjálf fór með hlut­verk í myndinni. Hún segir myndina hafa elst illa og sé raunar glötuð.

Það er breska götu­blaðið Metro sem greinir frá þessu. Lulu fór í myndinni með hlut­verk dóttur leikaranna Emmu Thomp­son og Alan Rick­man. Muna glöggir að­dá­endur ef­laust eftir því að hún fór með hlut­verk humars í jóla­leik­riti í lok myndarinnar.

Lulu er í dag orðin 29 ára gömul en var tíu ára þegar hún lék í myndinni. Hún hefur í auknum mæli snúið sér að uppi­standi en segist ekki sjá eftir því að hafa leikið í myndinni þrátt fyrir skoðanir sínar.

„Ég sé ekki eftir þessu á nokkurn hátt. En til þess að segja þetta bara hreint út að þá finnst mér þetta vera skítlé­leg mynd,“ segir hún.

„Mér finnst hún hafa elst illa. Allar konurnar í henni eru eigin­lega bara eins­konar hlut­lausir hlutir. Og eftir á að hyggja var þetta ekkert svo gott,“ segir hún. Hún segist þó sýna því fullan skilning að langt sé síðan myndin kom út.

„En við verðum að muna sam­hengið. Hún kom út árið 2003.“

Lulu fór með hlutverk Daisy í myndinni.
Fréttablaðið/Skjáskot
Mynd/Twitter