Lourdes Leon, dóttir poppdrottningarinnar Madonnu, gæti leikið móður sína í nýrri ævisögumynd um líf söngkonunnar.

Breski vefmiðillinn Mirror greinir frá því að framleiðendur séu að íhuga Lourdes fyrir hlutverkið en einnig leikkonunurnar Florence Pugh og Juliu Fox.

Julia Fox og Florence Pugh eru einnig á lista yfir leikkonur sem gætu mögulega leikið Madonnu í kvikmynd um ævi hennar.
Fréttablaðið/Getty images

Kvikmyndin mun heita The Material Girl og mun varpa ljósi á líf söngkonunnar þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum.

Madonna skrifar handritið ásamt rithöfundinum Erin Cressida Wilson, sem skrifaði metsölubókina Girl On The Train.

Lourdes opnaði sig nýlega um strangt uppeldi á heimili Madonnu.

„Mamma mín er svo stjórnsöm og hún hefur reynt að stjórna mér alla mína ævi. Ég þurfti að gera eitthvað til að verða sjálfstæði eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla,“ sagði Lourdes.