Sænska ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af því hverjir munu koma til með að keppa í söngkeppni sjónvarpsins Melodifestivalen, undankeppni Eurovision.
Keppni þeirra Svía er líklega glæsilegasta undankeppni í heimi en stærsta fréttin í ár er líklega endurkoma Eurovision goðsagnarinnar Loreen. Hún mun taka þátt í Melodifestivalen með lagi sínu Tattoo.
Þetta er í þriðja sinn sem Loreen tekur þátt í Melodifestivalen en í ár eru tíu ár frá því að sænska söngkonan kom, sá og sigraði Eurovision í Bakú árið 2012 með einu frægasta Eurovision lagi veraldar: Euphoria.
Alls keppa 28 lög í Melodifestivalen, þessari stærstu undankeppni Eurovision í heimi. Keppnin hefst þann 4. febrúar og lýkur ekki fyrr en einhverjum sex vikum seinna, þann 11. mars.
Listi yfir keppendur:
Riðill 1:
Victor Crone - Diamonds
Rejhan - Haunted
Loulou LaMotte - Inga Sorger
Eva Rydberg & Ewa Roos - Länge Leve Livet
Elov & Beny - Raggen Går
Tone Sekelius - Rhythm Of My Show
Jon Henrik Fjällgren, Arc North feat. Adam Woods - Where You Are (Sávežan)
Wiktoria - All My Life (Where Have You Been)
Eden - Comfortable
Uje Brandelius - Grytan
THEOZ - Mer Av Dig
Maria Sur - Never Give Up
Tennessee Tears - Now I Know
Panetoz - On My Way
Riðill 2:
Marcus & Martinus - Air
Melanie Wehbe - For The Show
Ida-Lova - Låt Hela Stan Se På
Paul Rey - Royals
Nordman - Släpp Alla Sorger
Laurell - Sober
Casanovas - Så Kommer Känslorna Tillbaka
Signe & Hjördis - Edelweiss
Axel Schylström - Gorgeous
Emil Henrohn - Mera Mera Mera
Mariette - One Day
Smash Into Pieces - Six Feet Under
Loreen - Tattoo
Kiana - Where Did You Go