Löng röð myndaðist fyrir utan búðina Weekday þegar hún opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi. Talsmenn Weekday úti eru samkvæmt heimildarmanni gríðarlega sáttir við móttökurnar og segja að opnunin hafi gengið vonum frama. Sjónvarvottar segja að fyrst um sinn hafi ekki verið ýkja löng röð en það hafi allt breyst á nokkrum mínútum, korteri fyrir opnun var komin löng röð.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að grafsísku hönnuðirnir og listamennirnir Viktor Weishappel og Sigurður Oddson yrðu staddir á opnunni, þar sem í boði var að prenta hönnun eftir þá á vörur sem keyptar voru.

Boðar það gott hve vel var tekið á móti versluninni og hve fjölsótt opnunin en talsmenn verslunarinnar í Svíþjóð segjast hlakka til að halda áfram að byggja merkið upp hérlendis.

Nóg var að gera í búðinni fram eftir degi.
Mynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir
Löng röð mynduðust við kassann, en 100 fyrstu viðskiptavinirnir fengu auka afslátt á vörum verslunarinnar.
Mynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir
Ung dama skoðar flíkur í Smáralind í morgun.
Mynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir