Eitt þekktasta hús landsins, rúllu­tertu­húsið svo­kallaða að Klukku­bergi 40, er á sölu en í þetta skiptið hafa birst myndir innan úr því. Það er annað en á síðasta ári þegar einungis birtist mynd utan frá því.

Sagði Júlíus Matthías­son, bakara­meistari og eig­andi hússins við Frétta­blaðið í fyrra að húsið væri eðli­lega þekkt kenni­leiti í Hafnar­firði.

„Við erum búin að vera hérna í nærri aldar­fjórðung og erum voða­­lega lítið heima. Við erum hætt að vinna og erum mikið uppi í sumar­bú­­stað,“ sagði Júlíus í fyrra. Á myndunum innandyra má meðal annars sjá heitan pott, svo fátt eitt sé nefnt, eins og meðal annars má sjá á vef fasteignasölunnar. Uppsett verð eru 120 milljónir króna.

Húsið sem um ræðir er í Set­bergs­landi og er það auð­þekkjan­­legt vegna sér­­­stæðs út­lits. Húsinu hefur stundum verið líkt við rúllu­tertu eða köku­kefli sem þótti vel við hæfi á sínum tíma enda Júlíus bakara­­meistari.

Sagði Júlíus að húsið sé í þokka­legu standi en kominn tími til að gera eitt og annað. „Þetta er ekki hús sem ekkert er að, en þeir sem eignast það geta þá ráðið því hvernig þeir vilja klára á­­kveðna hluti.“

Júlíus var í við­tali í DV í nóvember árið 1995 en þá voru hann og eigin­­kona hans, Maríanna Haralds­dóttir, að keppast við að gera húsið fok­helt. Sér­­­stætt út­lit hússins vakti at­hygli DV á sínum tíma og var fyrir­­­sögn greinarinnar: Fólk glápir á okkur eins og furðu­­dýr.

Við­tal Frétta­blaðsins við Júlíus í heild sinni.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun