Hvort fötin skapi þingmanninn skal ósagt látið en þó má ætla að sum þeirra sem villtust, mismarkvisst, fyrir framan linsu Sigtryggs Ara Jóhannssona, ljósmyndara Fréttablaðsins, hafi ætlað sér að gefa tóninn og leggja línurnar fyrir það sem koma skal. Og flott voru þau. Svo mikið er víst.

Þorgerður Katrín og Sigmar Guðmundsson hölluðu sér að klassíkinni þegar þau lögðu sitt af mörkum til viðreisnar alþingistískunni.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Varla er hægt að tala um að fulltrúi almættisins hafi lagt tískulínurnar með sínum skrítna kraga, svarta stakki og grímu í stíl.
Samfylkingarnýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson dreif sig til Kormáks&Skjaldar daginn fyrir þingsetningu og mætti í svo flottu íslensku tvídi að hæglega hefði mátt ætla að Framsóknarmaður væri á ferð.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Áslaug Arna dómsmálaráðherra brosti sínu blíðasta við endurkomuna á þingið.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Atvinnuvegaráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sveif niður tröppurnar sem á tískupalli væri.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, brást ekki bogalistin og lagði samkomunni til glæsilegan virðuleika.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Jakob Frímann veit upp á sína tíu fingur að fötin skapa stuðmanninn.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Tommi á Búllunni, aldursforsetinn og svar löggjafans við Clint Eastwood, var eitursvalur eins og við mátti búast.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Nýliðinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir mætir með tímabært töff í þingflokk Framsóknar.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Bryndís Haraldsdóttir í áberandi dressi á milli Hildar Sverrisdóttur og Bergþórs Ólasonar sem á sæti sitt undir því að seinni talningin gildi.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari