Framleiðandi þáttanna er Michael Hirst (The Vikings, The Tudors), meistari búningadramans, og í þeim er dregin upp margslungin mynd af misskildum útlaga í miskunnarlausu umhverfi.

Breska nýstirnið Tom Blyth fer með aðalhlutverkið í þáttunum, en hann leikur einnig aðalhlutverk í hinni væntanlegu kvikmynd The Hunger Games: The Ballad of Songbirds and Snakes. Í þessari nýju þáttaröð frá Viaplay er Billy the Kid (Tom Blyth) sem hét réttu nafni William H. Booney er túlkaður sem ein misskildasta persóna villta vestursins. Þáttaröðin segir sögu af manni sem var ekki sá kaldrifjaði morðingi og ræningi sem margir hafa haldið, heldur heillandi byssubófi sem endaði fyrir tilviljun á milli steins og sleggju í illdeilum tveggja glæpagengja. Billy the Kid eða Billi barnungi eins og hann var alltaf nefndur í Lukku láka bókunum, var af írskum ættum og ólst upp í heimi lögleysu og ofbeldis, en ólíkt mörgum öðrum byssubófum var hann vingjarnlegur og kurteis ungur maður, sem kunni bæði að lesa og skrifa.

Aðeins 15 ára gamall var Billy orðin opinber persóna, sem dagblöðin fylgdust náið með og fjölluðu um. Um hann voru ritaðar margar fyrirsagnir og meira var skrifað um hann en flesta bandaríska stjórnmála- og embættismenn. Þó að ævi Billys hafi verið stutt, samkvæmt sögunni, þá lifir goðsögn hans góðu lífi, löngu eftir dauða hans. Breska nýstirnið Tom Blyth fer með hlutverk Billy the Kid og Alex Roe (The 5th Wave) leikur Pat Garrett, Eileen O‘Higgins (Brooklyn) leikur Kathleen McCarthy, móður Billys og Daniel Webber (The Punisher) bregður sér í hlutverk Jesse Evans, besta vinar Billys.

BillyTheKid_Horizontal_ALL_LANGUAGES.jpg

BillyTheKid_102_00370_R.jpg

BillyTheKid_101_00738_R2.jpg