Í dag lýkur al­þjóð­legu tón­listar­há­tíðinni Windworks í norðri með sól­ó­tón­leikum í Safna­safninu á Sval­barðs­st­önd. Þar mun þýski flautu­leikarinn Katrin Szamatulski bjóða upp á efnis­skrá sem ber yfir­skriftina Wo­men's Voices Around the World.

Há­tíðin hófst á Ólafs­firði og er skipu­lögð af tón­listar­hópnum Au­los Flute Ensemble. List­rænn stjórnandi og stofnandi há­tíðarinnar er flautu­leikarinn Pamela De Sensi.

„Það er búið að ganga of­boðs­lega vel. Að halda tón­leika á þessum söfnum er að­eins öðru­vísi en að­sóknin er búin að vera prýði­leg,“ segir Pamela.

Hug­myndina að baki há­tíðinni segir Pamela vera að hafa há­tíð helgaða blásturs­hljóð­færum.

„Tón­listin á há­tíðinni er allt frá barokk til nú­tíma­tón­listar, með á­herslu á ís­lenska tón­list,“ út­skýrir hún. „Við viljum gefa bæði ís­lenskum og er­lendum blásturs­leikurum pláss. Þegar við aug­lýstum eftir um­sóknum fyrir há­tíðina fengum við gríðar­lega mikið af svörum sem er alveg æðis­legt. Ég held að allir hafi verið að bíða eftir svona há­tíð.“

Pamela er afar spennt fyrir sól­ó­tón­leikunum í kvöld.

„Katrin er flautu­leikari sem er mjög þekkt fyrir nú­tíma­tón­list og mun bjóða upp á mjög spennandi dag­skrá um nú­tíma kventón­skáld um allan heim,“ segir Pamela. „Hún spilar bæði á pikkoló, þver- og alt­flautu. Þegar ég er að velja dag­skrá fyrir há­tíðina reyni ég að hafa þetta mjög fjöl­breytt, svo þessir tón­leikar smell­passa fyrir safnið í kvöld.“

Tón­leikarnir hefjast klukkan 14 í dag.