Lífið

Loka­kafli Game of Thrones hefst eftir 90 daga

HBO lét þau boð út ganga í gær að áttunda og síðasta sería Game of Thrones hefji göngu sína þann 14. apríl. Til­kynningunni fylgdi stutt stikla sem sýnir Stark-syst­kynin Aryu, Jon og Sönsu snúa bökum saman og bregða bröndum þannig að hvergi fer á milli mála að vá býr í lofti.

Stark-systkinin koma saman í nýrri stiklu úr lokaseríu Game of Thrones og lyfta sverðum að því er virðist tilbúin í blóðugt lokauppgjörið.

Aðdáendur Game of Thrones hafa beðið í ofvæni síðan í ágúst 2017 eftir lokakafla þáttanna og í gær tilkynnti kapalstöðin HBO að nú eru aðeins 90 dagar eftir þar sem fyrsti þáttur áttundu seríu fer í loftið þann 14. apríl.

Þessi lokakafli telur aðeins sex þætti sem þó verða allir lengri en klukkustund og hermt er að í raun sé hver og einn þeirra ígildi bíómyndar. Lokaþáttur síðustu seríu skildi við áhorfendur og persónur þáttanna á ögurstundu þegar veggurinn í norðri var við það að falla og ljóst að framundan er blóðugt lokauppgjör margar og ólíkra fylkinga.

Í stiklunni sem fylgdi tilkynningunni um upphaf áttundu seríu sjást Stark-systkinin Jon Snow, Arya og Sansa koma saman í kjallara ættaróðalsins í  Winterfell við styttur forfeðra sinna þar sem þau draga sverð úr slíðrum tilbúin til þess að mæta aðsteðjandi ógn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ljóstraði ó­vart upp leyndar­máli úr Game of Thrones

Lífið

Kit Harington var orðinn dauð­leiður á Game of Thrones

Lífið

Tíu mest spennandi sjón­varps­þátta­seríur 2019

Auglýsing

Nýjast

Stranger Things stikla: „Erum ekki börn lengur“

Ó­trú­lega stolt en á sama tíma sorg­mædd

Efna til tón­listar­há­tíðar í til­efni 50 ára af­mælis Woodstock

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Auglýsing