Rapparinn Kanye West hefur verið bannaður á Twitter, ef marka má eig­anda sam­fé­lags­miðilsins, Elon Musk.

West hefur verið mikið í um­ræðunni upp á síð­kastið, en í við­tali við Alex Jones í InfoWars sagði West að hann elskaði nas­ista.

Nú hefur að­gangi hans á Twitter verið lokað, en hann birti sam­setta mynd af haka­kross og Davíðs­stjörnu.

Musk sagði á Twitter að að­gangi West hafi verið lokaður fyrir að hvetja til of­beldis.