Sannkölluð jólastemmning var á lögreglustöðinni á Húsavík í dag er löggubandið Danshljómsveit Sigurðar Briem lék ljúfa tóna fyrir tónleikagesti.

Bandið er eingöngu skipað lögreglumönnum og heldur það hvert ár jólatónleika á Þorláksmessu. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti skemmtilegt myndband af tónleikunum þar sem heyra má Aðalstein Júlíusson syngja klassískir jólalag við undirleik samstarfsmanna sinna.

Lagavalið var viðeigandi að sögn lögreglunnar: „Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó,“ söng Aðalsteinn. „Þessi lög eru lýsandi núna fyrir Norðurlandið nóg af snjó og jólin á morgun. Gleðilega hátíð,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem hún deilir myndbandinu sem má sjá hér að neðan.