Lög­reglu­menn á Höfn, þeir Grétar og Garðar, fara al­gjör­lega á kostum í tón­listar­at­riði sem Lög­reglan á Suður­landi deilir á Face­book síðu sinni nú í kvöld. Mynd­bandið má sjá neðst í fréttinni.

„Um daginn fengu menn á­skorun frá fim­leika­þjálfara liðsins að sína hæfni sína þar með því að pósta mynd af sér í hand­stöðu. Það hefur gengið mjög vel hjá sumum en síður hjá öðrum,“ skrifar lög­reglan á Face­book.

„Önnur á­skorun sem kom var um tón­listar­at­riði og þetta sem hér fer er þess eðils að það er því verður að deila með fleirum. Þeir kusu að kalla sig Dou­ble G (Grétar og Garðar) báðir lög­reglu­menn á Höfn. Njótið.“