Blaða­maður Frétta­blaðsins náði þessari skemmti­legu mynd af tveimur lög­reglu­þjónum sem stóðu fyrir utan Stjörnu­völlinn hjá Flata­skóla í kvöld og dreifðu endur­skins­merkjum til barna sem voru að koma af fót­bolta­æfingu.

Lög­reglan brýnir fyrir fólki og börnum að nota endur­skins­merki í skamm­deginu en hún birti til að mynda eftir­farandi mynd á Insta­gram-síðu sinni í dag.

Guð­brandur Sigurðs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá um­ferðar­deild lög­reglunnar, tekur undir þetta.

„Við hvetjum ein­dregið til notkunar endur­skins­merkja, sér­stak­lega þegar það er blautt og svart mal­bikið gleypir alveg um­hverfið og hrópar á endur­skins­merki. Þegar að snjóar þá sést það nú fólk betur ef það er svart­klætt í hvítum snjóum,“ segir hann.