Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar 25 prósenta afslátt af sektum í tilefni af svörtum föstudegi samkvæmt færslu á Facebook.

Ætla má að um léttvægilegt grín sé að ræða, en staðreyndin er þó sú það er 25 prósent ódýrara að borga sekt innan þrjátíu daga frá því að sektin er gefin út.

„Samt ódýrast að aka bara á réttum hraða,“ segir í færslunni.