Legally Blonde 3 er væntanleg en Reese Witherspoon sem fór eftirminnilega með hlutverk Elle Woods, í Legally Blonde 1 og 2 tilkynnti þetta á skemmtilegan hátt á Instagram í dag.

Fyrsta kvikmyndin um löglegu ljóskuna kom út árið 2001 og naut gríðarlega vinsælda. Myndin segir frá hinn ungu Elle Woods sem kemst óvænt inn í lagadeild Harvard-háskóla til að sanna fyrir fyrrverandi kærasta sínum að hún er annað og meira en venjuleg ljóska og geti stundað nám í Harvard eins og hver annar.

Tískufyrirmynd síns tíma

Elle Woods var tískufyrirmynd margra, en hún vakti athygli fyrir litríkan klæðaburð, þá aðalega bleikan. Framhaldsmyndin Legally Blonde 2 kom út árið 2003 og naut einnig vinsælda. Kvikmyndirnar byggja á skáldsögu Amöndu Brown.

Fyrir tveimur árum var gefið út að þriðja myndin væri væntanleg en það hefur ekki verið staðfest fyrr en nú.

Leikkonan og handritshöfundurinn Mindy Kaling og Dan Goor skrifa handrit nýju myndarinnar og bíða eflaust margir spenntir eftir að fylgjast með hinni bleiku Elle Woods á ný.

View this post on Instagram

It’s true... #LegallyBlonde3

A post shared by Reese Witherspoon (@reesewitherspoon) on