Lögmannateymi tígriskóngsins Joe Exotic er væntanlegt til Washington í dag þar sem áætlunin er að ræða við Donald Trump um að náða Joe.

Tígriskonungurinn sem heitir réttu nafni Joseph Allen Schreibvogel hefur slegið í gegn eftir að þættirnir Joe Exotic komu á Netflix.

Í þáttunum er fjallað um villt líferni Joe sem rekur tígrisdýragarð í Oklahoma. Hann var dæmdur í 22 ára fangelsi í fyrra fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á Carole Baskin. Í þáttunum er fjallað um hvernig Joe hefur í mörg ár lýst yfir áhuga á að drepa Carole sem segir hann fara illa með tígrisdýrin.

Hann var dæmdur fyrir að skipuleggja morð ásamt því að vera dæmdur fyrir ólögmæta meðferð á dýrum.

Joe sem bauð sig fram í forsetaframboðið árið 2016 var sjálfur aðdáandi Trump. TMZ greindi frá því að Joe hefði styrkt forsetaframboð Trump á sínum tíma í von um að hitta Trump