Gítar­leikarinn Ómar Guð­jóns­son sendir frá sér plötuna Ómar For­tíðar í dag þar sem hann flytur þekkt lög úr þjóðar­sál Ís­lendinga á svo­kallaðan fetil­gítar (e. pe­dal steel guitar). Með Ómari leika þeir Matthías Hem­stock á slag­verk og Tómas Jóns­son á píanó og hljóð­gerfla og munu þeir flytja plötuna í heild sinni á tón­leikum í Kalda­lóni í Hörpu næsta sunnu­dag á vegum Jazz­há­tíðar.

Lögin á plötunni eru öll frá árunum 1930 til 1960 og koma meðal annars úr smiðju Karls O. Runólfs­sonar, Jónasar Tómas­sonar, Árna Thor­steins­sonar og Bjarna Þor­steins­sonar. Ómar segir hljóð­heim plötunnar vera víðan og breimandi.

„Uppi­staðan er slag­verk og syntha-­bassi, síðan er preppað píanó sem er teipað þannig að öll hljóðin eru frekar stutt eða stac­cato á fag­máli. Þetta var hljóð­heimur sem hentaði vel hljóð­færinu sem er í aðal­hlut­verki og er í raun og veru söngvarinn á plötunni sem spilar lag­línurnar, sem er þessi fetil­gítar.“

Það sem er sér­stakt við fetil­gítarinn er að gítar­leikarinn stjórnar hljóð­færinu bæði með höndum og fótum sem gerir það að verkum að úr tónunum næst mikið víbrató og mikil dýpt í túlkun að sögn Ómars.

Ómar segir fetilgítarinn vera einstakt hljóðfæri.
Mynd/Spessi

Hvaða lög flytjið þið á plötunni?

„Þekktasta lagið er kannski Í fjar­lægð eftir Karl O. Runólfs­son en síðan er þetta mikið það sem Stefán Ís­landi var að syngja, svona sem dæmi. Þetta er svona frá 1930 til 1960, gömul söng­lög sem óperu­söngvarar og kvartettar voru að taka.“

Önnur lög sem Ómar og fé­lagar flytja á plötunni eru til dæmis Þú komst í hlaðið eftir Davíð Stefáns­son og Nótt eftir Árna Thor­steins­son.

„Þetta er eitt­hvað sem lifir frá gömlum tíma og er svo­lítið í undir­með­vitund þjóðar­sálarinnar,“ segir Ómar.

Ómar For­tíðar kemur út á streymis­veitum í dag og er platan væntan­leg á vínil síðar í vetur. Út­gáfu­tón­leikarnir fara fram í Kalda­lóni í Hörpu á sunnu­dag klukkan 19.30.