Lila Moss, dóttir fyrirsæturinnar Kate Moss, fylgir í fótspor móður sinnar í fyrirsætuheiminum.

Um helgina gengu þær báðar fyrir Versace á sérstakri sýningu á samvinnuverkefni Fendi og Versace í Mílanó á tískuvikunni í Mílanó. Hönnuðir fyrirtækjanna hönnuðu föt fyrir hvora aðra.

Lila hefur verið lofuð í erlendum miðlum fyrir að ganga með insúlíndæluna sína sýnilega en hún gekk niður tískupallana í sundbol og jakka og því dælan á lærinu vel sýnileg.

Móðir hennar gekk við hlið fyrirsætunnar Amber Valleta. Fleiri fyrirsætur sem sýndu á sýningunni voru Gigi Hadid, Emily Ratajkowski og Naomi Campbell.

Lila Moss er 18 ára gömul og hóf feril sinn sem fyrirsæta fyrir nokkrum árum. Móðir hennar, Kate Moss, sagði í viðtali árið 2018 að það yrði alltaf hennar val hvort hún færi inn í þennan heim og að hún myndi styðja hana sama hvað.

Greint er frá á Page Six.