„Þegar ég var sex­tán ára hlotnaðist mér sú gæfa að heim­sækja bláa húsið hennar Fridu Kahlo í Mexíkó­borg og hafði það mikil á­hrif á mig. Heimili hennar er varð­veitt sem safn og þar, innan um lit­rík hús­gögn og aðra innan­stokks­muni, má finna lista­verk eftir Fridu sjálfa og vini, m.a. Wassily Kandins­ky.

Ég man að á þeim tíma­punkti skildi ég allt í einu að lista­menn væru fólk en ekki bara nöfn úr lista­sögu­bókum og þá varð til sá skilningur í höfðinu á mér að ég gæti líka orðið lista­maður. Súrreal­isminn og dramað í mál­verkunum höfðaði til mín og ég var auð­vitað líka mjög gin­keypt fyrir sorg­legu lífs­hlaupi frú Kahlo. Ég held að ung­lingar séu al­mennt mót­tæki­legir fyrir drama, ég var að minnsta kosti al­gjör­lega óð.

Mexíkóska listakonan Frida Kahlo hafði mikil áhrif á Lóu Hlín.
Fréttablaðið/Getty

Á næstu stoppu­stöð í á­hrifa­mikilli list voru öskrandi páfa­mál­verkin eftir Francis Bacon og Op­heli­a eftir John E­verett Millais. Enn meira drama og vesen. Svo má nefna lagið Stúlkan sem starir á hafið eftir Bubba og bókina Dýra­garðs­börnin eftir Kristjönu F. Ég teiknaði enda­lausar myndir af starandi stúlku (stjarfri með augun mött) og ung­lings­stelpum með heróín­fíkni­vanda. Það mætti jafn­vel segja að ég hafi velt mér upp úr þessu.

Ég má líka til með að nefna senuna í hasar­myndinni Bound eftir Wachowski-systur sem ég sá þegar ég var sau­tján ára. Þar er maður skotinn, hann fellur í gólfið og í sömu and­rá hellist úr hvítri málningu sem lekur út um allt. Ég var dol­fallin yfir fegurðinni þegar blóð­pollurinn blandaðist við málninguna og fannst þetta vera há­punktur kvik­mynda­gerðar.“

Ég man að á þeim tíma­punkti skildi ég allt í einu að lista­menn væru fólk en ekki bara nöfn úr lista­sögu­bókum og þá varð til sá skilningur í höfðinu á mér að ég gæti líka orðið lista­maður.