Hér er einfalt laxasalat sem er fljótlegt að laga og gerir þig að vinsælasta starfsmanni dagsins.

230 g mjúkur rjómaostur

¼ bolli sýrður rjómi 18%

⅓ bolli rauðlaukur, smátt saxaður

1 msk. capers, smátt saxað

2 tsk. ferskt dill, saxað

1 tsk. smátt rifin piparrót

180 g reyktur lax, skorinn í smáa munnbita

Setjið rjómaostinn og sýrða rjómann í miðlungs stóra skál. Hrærið rólega saman þar til hráefnin hafa blandast vel saman. Bætið næst út í öðru hráefni og látið standa í kæli í að minnsta kosti klukkutíma áður en borið er fram. Til að setja punktinn yfir i-ið er upplagt að strá smá fersku dill yfir áður en borið fram.

Bragðast vel með léttu kexi, góðu brauði eða beyglu og jafnvel gúrku- eða sellerístönglum.