Ljósa­slóð Vetrar­há­tíðar er göngu­leið frá Hall­gríms­kirkju niður á Austur­völl sem er vörðuð með ljós­lista­verkum eftir ýmsa lista­menn.

„Þetta eru alls kyns verk með alls konar miðlum. Þetta er sýning sem gerist aðal­lega úti og byrjar hjá Hall­gríms­kirkju og fer niður Skóla­vörðu­stíg, Banka­stræti, Austur­stræti og endar á Austur­velli. Síðan eru líka verk í Ráð­húsinu sem eru partur af slóðinni,“ segir Sesselja.

Sesselja fyrir framan eitt af ljóslistaverkunum á Skólavörðustíg.
Fréttablaðið/Valli

Allir tengja við ljós

Fjöl­breyttur hópur lista­manna tekur þátt í Ljósa­slóð, þar á meðal Sigurður Guð­jóns­son, full­trúi Ís­lands á Fen­eyja­tví­æringnum 2022, sem sýnir verk í Hall­gríms­kirkju, Hrafn­kell Sigurðs­son og Þór­dís Erla Zö­ega. Sýningin er opin dagana 2. til 4. febrúar og hvetur Sesselja fólk til að mæta og skoða ljós­lista­verkin.

„Þú getur mætt á þínum tíma með þínu fólki, rölt niður leiðina og séð mis­munandi verk á mis­munandi stöðum,“ segir hún.

Eins og áður sagði er Sesselja einnig list­rænn stjórnandi há­tíðarinnar List í ljósi á Seyðis­firði á­samt Celiu Har­ri­son en há­tíðin verður haldin í áttunda skipti dagana 10. og 11. febrúar. Um er að ræða fjöl­skyldu­væna há­tíð sem baðar Seyðis­fjarðar­bæ í ljósa­dýrð á einum myrkasta tíma ársins.

Hvað heillar þig við ljós­list?

„Ég held að ljós séu eitt­hvað sem allir tengja við. Við erum náttúr­lega að vinna með alls konar miðla og þú getur í rauninni lýst hvaða miðil sem er með ljósi, hvort sem um er að ræða mynd­list, hljóð­list og fleira. En það sem er fal­legt við þessar há­tíðir er að fólk kemur út til þess að skoða verkin sem er kannski ekkert endi­lega að fara á söfn eða hefur ekkert endi­lega á­huga á listum. Það er það sem þessar há­tíðir hafa, þær draga út alla, unga krakka sem eldri borgara.“

Það sem er fal­legt við þessar há­tíðir er að fólk kemur út til þess að skoða verkin sem er kannski ekkert endi­lega að fara á söfn eða hefur ekkert endi­lega á­huga á listum.

Engin sól í fjóra mánuði

List í ljósi er haldin sam­hliða endur­komu sólarinnar á Seyðis­fjörð en á meðan skamm­degið ræður ríkjum skín engin sól á Seyðis­fjörð í tæpa fjóra mánuði.

„Á­stæðan fyrir dag­setningunni er sú að sólin er náttúr­lega búin að vera horfin í fjóra mánuði. Hún skín ekki í and­litið á okkur á Seyðis­firði í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Sesselja.

List í ljósi hlaut Eyrar­rósina 2019 sem eru verð­laun veitt ár­lega fyrir af­burða menningar­verk­efni utan höfuð­borgar­svæðisins. Sesselja segir það hafa verið mikinn heiður og stað­festingu á því starfi sem þær Celi­a hafa unnið að í tæpan ára­tug. Fjöl­margir lista­menn koma fram á List í ljósi þetta árið, mest­megnis ís­lenskir lista­menn frá Austur­landi og víðar.

„Við erum að ein­beita okkur að fólki sem býr á Seyðis­fjarðar­svæðinu og líka Ís­landi yfir höfuð. En við erum með einn og einn er­lendan lista­mann, til dæmis hana Abiga­il Portner sem vinnur mjög mikið fyrir Animal Collecti­ve og önnur stór nöfn í Banda­ríkjunum. Hún kemur og ætlar að varpa stórum verkum á tvö hús. Síðan verðum við aftur með Sigurð Guð­jóns­son sem ætlar að varpa á kirkjuna okkar heima á Seyðis­firði, þannig að við ætlum að tengja há­tíðirnar tvær saman með kirkjunum okkar,“ segir hún.

Skiptir há­tíðin miklu máli fyrir Seyð­firðinga?

„Já, hún er mjög mikil­væg fyrir Seyð­firðinga. Hún gerist náttúr­lega á dimmasta tíma ársins þannig að þetta er rosa mikill fögnuður og eitt­hvað sem Seyð­firðingar hlakka alltaf rosa mikið til. Það er mikill stuðningur og það eru ein­hvern veginn allir með okkur í liði sem er ó­trú­lega skemmti­legt.“

List í ljósi lýsir upp Seyðisfjörð á einum dimmasta tíma ársins.
Mynd/Aðsend

Slökkva öll ljós í bænum

Það sem er sér­stakt við List í ljósi er að meðan á há­tíðinni stendur eru öll ljós slökkt í bænum svo bæjar­búar og gestir geta notið ljós­lista­verkanna í niða­myrkri vetrar­húmsins.

„Sem betur fer er Ra­rik með okkur í liði þannig að við fáum að slökkva öll ljós, götu­ljós og húsa­ljós og síðan kveikjum við á verkunum mínútu síðar og þau lýsa upp bæinn. Þannig að þetta verður mjög dramatísk og fal­leg stund,“ segir Sesselja.

Hafa bæjar­búar aldrei orðið pirraðir á því að ljósin séu slökkt?

„Nei, alls ekki, þeim finnst bara held ég svo­lítið rómantískt að fá að labba um í myrkrinu. Á köflum er náttúr­lega al­gjört myrkur, ef það er langt á milli verka, og það er eitt­hvað sem fólk upp­lifir mjög sjaldan. Að fá bara ró og næði og labba um í myrkri. Oftar en ekki koma líka norður­ljósin og kíkja að­eins á okkur.“