Söng­konan Lizzo telur hreyfingu já­kvæðrar líkams­í­myndar hafa verið hert­ekna af aug­lýsinga­mógúlum og markaðssér­fræðingum. Hreyfingin sé nú orðin það al­menn að allir taki þátt í henni. Söng­konan hafði orð á þessu þegar hún fangaði því að vera frysta svarta konan í sinni stærð til að prýða for­síðu Vogu­e.

„Þegar þú skoðar myllu­merkið #Body positi­ve sérðu minni stelpur, á­valar stelpur, mikið af hvítum stelpum og mér finnst ekkert um það vegna þess að skil­boð mín snúast um allir séu sam­þykktir,“ segir Lizzo.

Stór hópur út undan

Hins vegar sé hópurinn sem opnaði á um­ræðuna um já­kvæða líkams­í­mynd ekki sá hópur sem hefur notið góðs af vin­sældum hreyfingarinnar.

„Stelpur sem eru með fitu á bakinu, stelpur með lafandi maga, stelpur með læri sem nuddast saman, stelpur með slit­för og, þið vitið, stelpur sem eru í 18 plús klúbbnum.“ Það sé hópurinn sem þurfi að njóta á­vinnings af þessari hreyfingu.

Eðli­legt að vera feitur

Það virðist þó vera ó­skrifuð regla að þegar á­líka hreyfingar ná al­mennum vin­sældum hliðrast upp­haf­leg skila­boð og mark­mið á­taksins. „Það er gert á­sættan­legt.“

Söng­konan vill því ganga skrefinu lengra og normalí­sera stærri líkama. „Að vera feitur er eðli­legt. Það er það sem mér finnst núna.“ Bar­áttan sé ekki unninn og enn þurfi að stíga skref í átt að já­kvæðum breytingum þannig að allir líkamar njóti sömu virðingar.