Söng­konan Lizzo hefur verið kærð fyrir æru­meiðingar eftir að hafa deilt nafni, vinnu­stað og ljós­mynd af matar­sendli sem hún á­sakaði um að hafa stolið matnum hennar. Síðast­liðinn septem­ber birti Lizzo áður­nefndar upp­lýsingar á Twitter með eftir­farandi skila­boðum; „Hey Post­ma­tes, þessi stelpa, Tiffany W, stal matnum mínum, hún er heppin að ég er hætt að slást.“

Skömmu seinna eyddi Lizzo tístinu eftir hafa mætt harðri gagn­rýni frá fylgj­endum sínum. Daginn eftir baðst hún af­sökunar og sagði að verandi með svo marga fylgj­endur hefði hún geta stofnað stúlkunni í hættu með um­mælum sínum.

„Ég ætla að vera á­byrgari í notkun minni á sam­fé­lags­miðlum og skilja smá­muna­semi og stolt eftir í dyrunum,“ bætti söng­konan við.

Olli and­legu upp­námi

Fljót­lega eftir af­sökunar­beiðni Lizzo bárust fréttir af því að sendillinn Tiffany Wells þorði ekki að yfir­gefa heimili sitt eða mæta í vinnuna af ótta við að ein­hver myndi vinna henni mein.

Pitch­fork hefur nú greint frá því að Tiffany hafi nú kært Lizzo fyrir mein­yrði, að valda vís­vitandi til­finninga­legri streitu og inn­rás í einka­líf hennar. Lög­maður Tiffany segir söng­konuna hafa nýtt sér frægð sína til að hóta Tiffany and­spænis einni milljón fylgj­enda hennar.