Lífið

Líður vel í miðjum Eurovision-storminum

Ari Ólafsson og Þórunn Erna Clausen sungu fyrir um fjórar milljónir manna íslenska Eurovision-lagið Our Choice í Litháen um helgina. Tilefnið var þjóðhátíðardagur Litháen en löndin tvö tengjast sterkum böndum.

Ari á sviðinu í Litháen þar sem hann söng fyrir 16 þúsund og fjórar milljónir manna fylgdust með honum í sjónvarpinu.

Mér líður mjög vel. Þetta verður vonandi áfram gaman því þetta er búið að vera gaman. Það var mjög skemmtilegt að upplifa þessa stund í Litháen, það voru um fjórar milljónir manna að fylgjast með í sjónvarpinu og um 16 þúsund manns í salnum,“ segir Eurovision-farinn Ari Ólafsson en hann kom heim frá Litháen í gær.

Hann söng sigurlagið Our Choise þegar Litháen valdi sitt lag ásamt Þórunni Ernu Clausen en þau voru tvö á sviðinu. Samsæriskenningar fóru strax af stað innan Eurovision-heimsins um að þetta hefði verið generalprufa á atriðinu í Portúgal en Ari segir ekkert ákveðið með það.

Úrslitakvöldið fór fram í Zalgiris Arena höllinni sem tekur um 20 þúsund manns og var reist árið 2011. Vegna stærðarinnar á sviðinu komust aðeins 16 þúsund manns fyrir og söng Ari fyrir fullu húsi. Hann hefur ekki áður sungið fyrir svo marga en flutningur þeirra Þórunnar hefur fengið mikið lof.

Höllin er í borginni Kaunas en Ari segir að því miður hafi hann ekki náð að skoða þá borg til hlítar vegna æfinga og keppni. Hann hafi þó náð að njóta lífsins örlítið í Vilníus. „Vilníus er frábær borg, ég sá minna af Kaunas því miður en þetta var frábær ferð í alla staði.“

Ari verður heima á Íslandi í mars en í apríl verður haldið af stað í kynningarferð um lag og land. „Í apríl fer ég til Amsterdam, Portúgal og Ísrael í sömu ferð sem ég er mjög spenntur fyrir. Kannski líka til London en það á eftir að koma í ljós,“ sagði Ari nánast um leið og hann steig upp í flugvélina í gær.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Heimilið

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Auglýsing

Nýjast

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Komnar með bakteríuna

Auglýsing