Díana prinsessa var rómuð fyrir fágaðan og glæsilegan fatasmekk. Bróðurdóttir hennar, lafði Kitty Spencer, þykir einnig nokkuð smekkleg og prýðir oft lista yfir þau best klæddu.

Lafði Kitty Spencer er dóttir Charles Spencer, yngri bróður Díönu prinsessu. Díana var eins og flestir muna algjört tískuíkon á sínum tíma og óhrædd við að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.

Brúðarkjóll Díönu var svo sér á báti með sinn endalausa slóða, en þess má til gamans geta að Kitty frænka hennar gifti sig nú á dögunum og klæddist hvorki meira né minna en fimm mismunandi kjólum eftir þekktustu hönnuði heims.

Kitty Spencer er ekki bara af hefðarfólki komin heldur er hún einnig fyrirsæta og hefur gengið á tískupöllunum fyrir mörg af stærstu merkjum heims. Hún klæðist helst vel sniðnum fötum og er algjörlega óhrædd við að prófa sig áfram með spennandi liti og áberandi munstur.

Blómaskreyttir kjólar frá Dolce & Gabbana eru í miklu uppáhaldi, enda hefur hún verið andlit merkisins.
Flott og fjólubleik á ferð og flugi.
Glæsileg á amFar-galakvöldinu, að sjálfsögðu í Dolce & Gabbana.
Aldrei þessu vant í Armani-jakkafötum á götum Parísarborgar, skildi Dolce & Gabbana-kjólinn eftir heima.
Kitty Spencer er mikið fyrir áberandi liti og kjóla.
Eins og grísk gyðja í þessum fallega kjól.fréttablaðið/Getty