Tón­listar­maðurinn Valdimar Guð­munds­son og hjúkrunar­neminn og flug­freyjan Anna Björk Sigur­jóns­dóttir eru himin­lifandi með frum­burðinn, glæ­nýjan son sem Valdimar segir hafa mætt með hvelli í heiminn á mánu­dag.

„Kæru vinir. Litli drengurinn okkar mætti með hvelli klukkan 22:46 mánu­dags­kvöldið 19. júlí einungis rúmum 2 tímum eftir að Anna missti vatnið. Hann er auð­vitað al­gjör­lega full­kominn á allan hátt, heilar 17 merkur og öllum heilsast vel,“ skrifar Valdimar.

„Nú erum við komin með nýja titla, mamma og pabbi, sem er eitt­hvað svo ó­trú­legt. Mikið sem við hlökkum til að horfa á þennan dreng vaxa og dafna og sigra heiminn.“