Ó­fædd dóttir her­toga­hjónanna þeirra Harry og Meg­han er væntan­leg í heiminn í næstu viku, fimmtu­daginn 10. júní. Það hefði verið 100 ára af­mælis­dagur Filippusar, afa Harry. Breska götu­blaðið The Sun full­yrðir þetta.

Hjónin hafa haldið ó­fæddu barni sínu utan kast­ljóss fjöl­miðlanna og ekki gefið upp opin­ber­lega hve­nær von er á stúlkunni í heiminn. Einungis sagt að það verði í sumar. Nú virðist svo vera sem það verði í næstu viku.

Full­yrt er í The Sun að hjónin í­hugi að nefna dótturina Pip í höfuðið á Filippusi. Hann lést eins og al­þjóð veit í apríl síðast­liðnum, 99 ára gamall. Breskir veð­bankar telja lík­legt að dótturin verði nefnd í höfuðið á honum og nafnið Filippína talið mjög lík­legt.

Þá er einnig talið lík­legt að dóttirin verði nefnd Lily, í höfuðið á gælu­nafni drottningarinnar, Lilli­bet. „Þau eiga von á barninu á af­mælis­degi Filippusar, og það yrði þeim gríðar­lega dýr­mætt ef hún kæmi þá,“ hefur miðillinn eftir ó­nafn­greindum heimildar­manni sem sagður er náinn hjónunum.

„Harry hefur verið að ræða dag­setninguna og mögu­leg nöfn við vini og vanda­menn og þau eru farin að ræða þetta á opin­skárri hátt núna þegar svo stutt er í þetta,“ segir heimildar­maðurinn.

Til greina kemur einnig af hálfu hjónanna að nefna stúlkuna í höfuðið á Díönu prinsessu, móður Harry. Breskir veð­bankar telja það lang­lík­legustu niður­stöðuna.