Jamie Spears, faðir bandarísku poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur með algjört lögræði yfir búi hennar.

Britney höfðaði mál gegn föður sínum þar sem hún krafðist þess að sjálfstæður sjóður fengi fjárræði fyrir hennar hönd í stað föður hennar.

Lögmaður söngkonunnar, Samuel D. Ingham III, sagði hana óttast föður sinn og ekki viljað að hann hefði umráð yfir eignum sínum.

Árið 2008 var Britney svipt sjálfræði og fjárræði og hafa Jamie Spears, faðir Britney, og lögfræðingurinn Andrew Wallet verið lögráðamenn hennar síðan.

Jamie Spears, lögráðamaður Britney.
Fréttablaðið/Getty

Hæstiréttur í Los Angeles hafnaði beiðni Britney í fyrra um að fjarlægja föður hennar sem lögráðamann. Þess í stað var Bessemer-sjóður útnefndur lögráðamaður ásamt Jamie Spears.

Lögmaður Jamie Spears mótmælti hluta niðurstöðu dómarans, þ.e. hvernig þeim yrði falið að fara með peninga og eignir Britney, og óskaði eftir því að Jamie fengi einn að fjárfesta fyrir hönd Britney.

Dómairnn hafnaði þessi og fær því faðir Britney ekki einn að stjórna fjárfestingum hennar.