Ein fal­legasta fjöl­skylda landsins fagnar átta ára af­mæli í dag en dóttir þeirra Frikka Dórs og Lísu Haf­liða­dóttur hún Ást­hildur á af­mæli í dag. Lísa birtir fal­lega mynd á Insta­gram í til­efni dagsins.

Þar má sjá Lísu skarta lítilli kúlu og ljóst er að von er á þriðja krúttinu í fjöl­skylduna. Um verður að ræða þriðju stelpuna og fjöl­skyldan því brátt fimm manna en dóttir þeirra Úlf­hildur kom í heiminn 13. nóvember 2019.

Nokkuð ljóst er að fjöl­skyldan hefur aldrei verið hamingju­samari og er þess að merkja í nýjasta lagi Frikka, Hvílíkur dagur, sem slegið hefur í gegn í sumar. Brúð­kaup Frikka og Lísu er enn um­talað en þau giftu sig í Toskana­héraði á Ítalíu árið 2018.

Instagram/Skjáskot