Um þessar mundir fer fram al­þjóð­leg leik­listar­há­tíð, Ki­elce International Theat­re Festi­val, í borginni Ki­elce í suð­austur Pól­landi. Þrátt fyrir að Ki­elce sé að­eins 18. stærsta borg Pól­lands er borgin á meðal fram­sæknustu borga landsins á list­rænum vett­vangi.

Há­tíðin er haldin í sam­starfi við Stefan Zeromski leik­húsið sem hóf ný­lega nokkurra ára list­rænt sam­starf við Þjóð­leik­húsið. Hún stendur yfir í þrjár vikur og var blaða­maður Frétta­blaðsins við­staddur fyrstu dagana.

„Við köllum þetta fjórðu út­gáfu há­tíðarinnar, ég er ekki góður í reikningi, en í raun er þetta sjötta árið,“ segir Marcin Zawada, list­rænn stjórnandi há­tíðarinnar. „Vegna Co­vid þurftum við að af­lýsa há­tíðinni með að­eins viku fyrir­vara og fyrsta árið héldum við eins konar út­gáfu núll í miklu smærri mynd.“

Fjöl­mörg leik­hús víða um Pól­land taka þátt í há­tíðinni í ár, þar á meðal Dramatyczny leik­húsið í Var­sjá, Wybrzeże leikúsið í Gdańsk, Tadeusz Łomnicki Nowy leikhúsið í Poznań, Wilam Horzyca leikhúsið í Toruń og Szkéné leik­húsið í Búda­pest.

Sýningin Remnants frá Wybrzeże leikhúsinu í Gdańsk byggir á skáldsögunum Stramer eftir Mikołaj Łoziński og The Emigrants eftir W.G. Sebald.
Mynd/Aðsend

Heima frá ó­líkum sjónar­hornum

Þema Ki­elce International Theat­re Festi­val í ár er heima, séð frá ó­líkum sjónar­hornum en Marcin segir það vera al­gengt um­fjöllunar­efni bæði yngstu og elstu kyn­slóðar pólskra leik­stjóra um þessar mundir.

„Heima sem hús og sem staður minninga, þetta er sam­eigin­legt um­fjöllunar­efni sýninganna,“ segir hann. Marcin nefnir sem dæmi sýningarnar Remnants frá Wybrzeże leikhúsinu í Gdańsk, sem byggir á skáldsögunum Stramer eftir Mikołaj Łoziński og The Emigrants eftir W.G. Sebald, og sýninguna Alte Hejm frá Tadeusz Łomnicki Nowy leikhúsinu í Poznań, en báðar þessar sýningar fjalla um arf­leifð og sögu Gyðinga í Pól­landi.

Þemað birtist einnig í ljós­mynda­sýningunni Go Home Polish eftir pólska ljós­myndarann Michal Iwa­nowski, sem fjallað var um í Frétta­blaðinu fyrr í þessari viku. „Sýningin er einn af gim­steinum há­tíðarinnar,“ segir Marcin.

Sýningin Alte Hejm frá Tadeusz Łomnicki Nowy leikhúsinu í Poznań fjallar um arf­leifð og sögu Gyðinga í Pól­landi.
Mynd/Aðsend

Sam­eigin­legur grund­völlur

Að sögn Marcin er þó ekki auð­velt að finna eitt þema sem sam­einar svo víð­tæka há­tíð.

„Ég myndi segja að það þurfi að finna ein­hvern sam­eigin­legan grund­völl fyrir sýningarnar en það er mjög erfitt að byrja á því að velja þema og leita síðan uppi sýningar sem passa inn í það. Til dæmis gæti maður á­kveðið að þemað væri Guð og þú gætir kannski fundið þrjár góðar sýningar sem passa al­gjör­lega inn í það þema en svo veistu ekki hvað verður frum­sýnt í hinum leik­húsunum.“

Marcin nefnir einnig sér­stak­lega sýninguna Odyss­ey. A story for Hollywood frá Nowy leik­húsinu í Var­sjá eftir leik­stjórann Krzysztof Warli­kowski. „Hann er stjarna og einn af þremur stærstu leik­stjórunum í Pól­landi í dag,“ segir Marcin.

Sýningin, sem blandar Ódys­seifs­kviðu Hómers saman við tvær skáld­sögur pólska rit­höfundarins Hanna Krall, hefur vakið at­hygli víða um Evrópu og meðal annars verið sýnd í Frakk­landi, Þýska­landi og Grikk­landi.

Þetta er í fjórða sinn sem Ki­elce International Theat­re Festi­val er haldin.
Mynd/Aðsend

Vilja verða menningar­borg

Eins og áður sagði er Ki­elce einkar fram­sýn borg þrátt fyrir að í­búar hennar séu að­eins um 192.000. Borgin er þegar byrjuð að undir­búa um­sókn sína um að verða menningar­borg Evrópu 2029 en þar mun hún keppa um titilinn við pólskar borgir á borð við Białystok, Lublin, Katowice og Sosnowiec, Słubice, Szczecin og Frankfurt (Oder) í Þýska­landi. Al­þjóð­lega leik­listar­há­tíðin í Ki­elce er mikil­vægur liður í þeirri veg­ferð en Marcin er partur af teyminu sem undir­býr um­sóknina.

„Ég held að það skipti ekki mestu máli að vinna, enda er sam­keppnin mikil. Við erum að keppa við stórar og ríkar borgir. Mestu máli skiptir að fólk átti sig á því að við getum unnið að ein­hverju í sam­einingu. Kannski sér­stak­lega fyrir fólk sem vinnur hjá ó­líkum menningar­stofnunum. Við höfum á vissan hátt verið eins og að­skildar eyjar hérna,“ segir hann.

Ég virki­lega elska þennan stað af því hér á ég bæði kollega og vini.

Leik­hús fyrir alla

Marcin er enginn ný­græðingur í því að skipu­leggja leik­listar­há­tíðir en hann stýrði áður leik­listar­há­tíðunum Hajd­park í Var­sjá og De­molu­dy há­tíðinni í Olsztyn. Hann segir Ki­elce vera frá­bæran stað til að vinna á og segir það að stóru leyti vera að þakka starfi Michał Kotański, leikhússtjóra Stefan Żeromski leik­hússins sem hefur gjör­breytt list­rænni sýn leik­hússins á undan­förnum árum.

„Ég virki­lega elska þennan stað af því hér á ég bæði kollega og vini. Það kom mér líka skemmti­lega á ó­vart að nýja leik­húsið, nú­tíma­leik­húsið, er einnig vin­sælt meðal á­horf­enda hér þrátt fyrir að þeir hafi verið vanir gaman­leikjum og försum í gamal­dags stíl, jafn­vel 19. aldar stíl. Strax frá fyrstu frum­sýningu kom Michał inn með stór, dýr nöfn og mjög skapandi fólk.“

Þá segir Marcin það einnig skipta miklu máli að vera með fjöl­breytta dag­skrá bæði í leik­húsinu og á há­tíðinni sem henti öllum á­horf­endum.

„Við erum með mjög list­rænar sýningar eftir vin­sæla leik­stjóra en við þurfum líka að sýna farsa fyrir fólkið sem kemur aldrei að sjá list­rænu sýningarnar, þau eru á­horf­endur okkar líka.“

Að lokum segist Marcin vera komin með hug­mynd að þema fyrir næstu út­gáfu há­tíðarinnar sem hann gerir ráð fyrir að verði sam­bandið á milli barna og for­eldra.