HM í Rússlandi 2018

Litaði hárið í fána­litunum fyrir HM

Jónína Bjarnadóttir kvikmyndatæknir litaði á sér hárið í fánalitunum áður en hún hélt út til Rússlands til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu keppa við Nígeríu og Króatíu á HM.

„Ég hef alltaf leyft Kristó að leika sér með hárið á mér og okkur langaði að gera eitthvað í tilefni þess að Ísland er á HM. Þetta tók fimm klukkutíma og gífurlegan sársauka, en er svo mikið þess virði,“ segir Jónína. Mynd/Jónína Bjarnadóttir

Það má með sanni segja að Jónína Bjarnadóttir sé einn helsti stuðningsaðili íslenska karlalandsliðsins sem nú keppir Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi. Áður en hún hélt út til Rússlands litaði hún á sér hárið í fánalitunum til stuðnings strákanna.

„Ég er kannski ekki stærsti aðdáandinn, en ég hef mætt á flesta heimaleiki landsliðsins síðan ég var 17 ára eða svo. Svo ég er alveg með þeim stærstu, enda finnst mér ekkert leiðinlegra en að geta ekki mætt á völlinn hérna heima,“ segir Jónína í samtali við Fréttablaðið í dag.

Þegar kom í ljós að Ísland myndi taka þátt í Heimsmeistarakeppninni og hún var komin með það staðfest að hún fengi miða á leik í Rússlandi ákvað hún í samráði við Kristofer Bruno la Fata og Melkorka Telmu Torfadóttir hársnyrta að þau yrðu að gera eitthvað skemmtilegt við hárið á henni í tilefni af því.

„Ég hef alltaf leyft Kristó að leika sér með hárið á mér og okkur langaði að gera eitthvað í tilefni þess að Ísland er á HM. Þetta tók fimm klukkutíma og gífurlegan sársauka, en er svo mikið þess virði,“ segir Jónína.

Aðspurð hvort hárið fái að halda sér svona eftir að hún kemur heim, eða móti lýkur, segir Jónína: „Ef við vinnum þá fær það að haldast aðeins yfir HM, sem eru alveg töluverðar líkur á.“

„Við vinnum Nígeríu 3-0 og Króatíu svo 2-1. En þetta eru sigurleikir það er alveg ljóst,“ segir Jónína. Mynd/Jónína Bjarnadóttir

Hefur haft mikinn áhuga á fótbolta frá fæðingu

„Ég hef mjög mikinn áhuga á fótbolta síðan ég fæddist, enda pabbi minn, Bjarni Kristjánsson, mikill fótboltamaður. Hann var kallaður markakóngur Austurlands og spilaði á sínu síðasta móti á Akureyri þegar hann var orðinn 50 ára gamall,“ segir Jónína.

Hvernig fara leikirnir við Nígeríu og Króatíu?

„Við vinnum Nígeríu 3-0 og Króatíu svo 2-1. En þetta eru sigurleikir það er alveg ljóst,“ segir Jónína og bætir svo við 

„Sama hvernig fer þá hafa strákarnir sýnt og sannað að þeir eru betri en margir hverjir, ef ekki bestir. Það standa svo margir með þeim, ekki bara Íslendingar, heldur allur heimurinn. Áfram Ísland!,“ segir Jónína svo að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

„Skrifa ekki handrit um minn eigin feril“

Lífið

Trommur, fánar og HÚ! Óvæntur stuðningur frá Hollandi

Lífið

HM terta Evu

Auglýsing

Nýjast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Hatari er viðvörun

Líkt við Gaultier og Galliano

Í­huguðu nánast alla leikara í Hollywood fyrir Titanic

Auglýsing