Lista­manna­dvölin Saga Resi­den­cy fer fram þessa vikuna á Eyrar­bakka í fimmta sinn síðan 2015. Í þetta skiptið fer Saga fram í sam­starfi við fangelsið Litla-Hraun og fé­laga­sam­tökin Múrar brotnir sem hefur það að mark­miði að bjóða upp á lista­vinnu­smiðjur í ís­lenskum fangelsum.

„Við höfum alltaf verið á ein­hvern hátt að vinna með sam­fé­laginu á Eyrar­bakka. Núna erum við sér­stak­lega að vinna með Litla-Hrauni. Helsta þemað okkar er sam­starf með föngunum. Þannig að við erum að para saman lista­menn og vist­menn,“ segir Hrefna Lind Lárus­dóttir, einn skipu­leggj­enda.

Átta lista­menn taka þátt í lista­manna­dvölinni í ár og koma þeir meðal annars frá Banda­ríkjunum, Kína, Pól­landi og Ís­landi. Loka­af­urð verk­efnisins er sam­sýning á verkum sem lista­mennirnir og fangarnir vinna saman og verður sett upp í Litla-Hrauni næsta mánu­dag. Á þriðju­dag verður sýningin svo sett upp á Eyrar­bakka í Skrúfunni – grósku- og sköpunar­mið­stöð fyrir bæjar­búa.

Listamenn og skipuleggjendur Saga Residency slaka á í Secret Lagoon á Flúðum.
Mynd/Aðsend

Ein­hvers konar ó­vissa

„Ég og Hera Fjord stofnuðum fé­laga­sam­tökin Múrar brotnir, sem hefur verið að fara með lista­vinnu­smiðjur inn í fangelsi á Ís­landi. Í­búarnir á Litla Hrauni voru undir­búnir og skráðu sig fyrir þetta verk­efni. Þetta eru bara þeir sem hafa á­huga og sumir eru mjög á­huga­samir. Við erum búin að fara einu sinni inn öll og lista­mennirnir eru búnir að tala við vist­mennina og heyra þeirra hug­myndir. Svo eru þau núna að móta sínar hug­myndir og hvernig þau geta unnið úr þeim,“ segir Hrefna.

Þetta hljóta að vissu leyti að vera svo­lítið krefjandi að­stæður. Hvernig hefur sam­starfið gengið á milli lista­manna og fanga?

„Það byrjaði alveg svaka­lega vel. Við erum náttúru­lega stutt komin í ferlinu en við komum í gær og þeir bara stukku til, þeir voru svo spenntir að hitta alla lista­mennina og voru bara á fullu að spjalla og í hug­mynda­vinnu. En auð­vitað erum við líka að fara út í ein­hvers konar ó­vissu á þann hátt að við vitum ekki hvort allir mæta á morgun sem mættu í gær. Það fer held ég svo­lítið bara eftir dags­forminu.“

Upp­hafið að sam­starfinu við Litla-Hraun hófst þegar Saga Resi­den­cy var síðast haldin í byrjun árs 2020 en þá fengu lista­mennirnir að heim­sækja fangelsið. Hrefna segir það hafa komið henni skemmti­lega á ó­vart hversu vel fangelsis­yfir­völd tóku í hug­myndina.

Hera Fjord og Hrefna Lind stofnuðu samtökin Múrar brotnir árið 2020 til að bjóða upp á lista­vinnu­smiðjur í íslenskum fangelsum.
Fréttablaðið/Valli

Við erum í raun að vinna eftir þeirri reglu að allt sé mögu­legt.

„Þau eigin­lega bara segja já við öllum hug­myndum. Við erum í raun að vinna eftir þeirri reglu að allt sé mögu­legt. Eftir að við fórum þarna fyrir tveimur árum þá sáu þau bara hvað þetta hafði góð á­hrif á vist­mennina, þannig að þau hafa alltaf sagt já við okkur.“

Er mikil­vægt fyrir fanga að fá að sinna list­sköpun?

„Já, alveg svaka­lega mikil­vægt. Þetta er oft fólk sem fúnkerar illa innan al­menns kerfis, skóla­kerfis og sam­fé­lags­legs strúktúrs, en er af­skap­lega skapandi og vantar oft bara ein­hvern vett­vang til að tjá sig. Og líka bara að nýta tímann á meðan fólk er í fangelsi til að byggja sig upp og kynnast sjálfum sér betur.“