Tyrfingur Tyrfings­son leik­skáld segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hans, annars vegar skáld­sögu og hins vegar leik­sýningu.

„Mamma skipaði mér að lesa Músina sem læðist eftir Guð­berg Bergs­son þegar ég var tólf ára, annars væri ekkert hægt að tala við mig um bók­menntir. Ég man að mér leið við lesturinn eins og ein­hver hefði prílað ofan í sálina á mér og lýst því hvernig hún virkaði. Ó­trú­legur texti.“

Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson eru meðal þeirra sem léku í sýningunni Rambó 7 í Þjóð­leik­húsinu.
Mynd/Úr safni

„Rambó 7 eftir Jón Atla í Þjóð­leik­húsinu í leik­stjórn Egils Heiðars Antons Páls­sonar hlýtur að teljast gæja­legasta leik­sýning allra tíma. Egill Heiðar rúllaði þessu flotta verki Jóns Atla upp og Vestur­port sprakk út, sýndi eitt­hvað alveg nýtt í leik á ís­lensku sviði, grunar mig. Auð­vitað dáðist fólk að þeim, fannst þau ung og fögur en þau voru ekki síst tækni­tröll, flott fag­fólk, allt hand­verk upp á tíu, þau gáfu sér engan af­slátt.

Þegar ég sá Rambó 7 sat Björk Guð­munds­dóttir í salnum. Undir lok verksins þrammar Ólafur Darri um sviðið og það rymur í honum þar til hann byrjar orga: „Björk, Bjöörk, Bjööörk,“ og síðan garga: „Björk mot­her­fucker! Bjöööööörk mot­her­fucker!“ Salurinn nötraði allur af skelfingu og sko, hópurinn örvaðist, það var bara þannig. Dá­sam­legt leik­hús. Það fylgdi sýningunni svo mikill nú­tími og harka og frelsi og hún bjó til leyfi sem við hin höfum geta tekið okkur síðan. Mögnuð sýning.“

Rambó 7 eftir Jón Atla í Þjóð­leik­húsinu í leik­stjórn Egils Heiðars Antons Páls­sonar hlýtur að teljast gæja­legasta leik­sýning allra tíma.