Pétur Ben tón­listar­maður segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hans, laginu Ebony and I­vory með Paul Mc­Cart­n­ey og Stevi­e Wonder.

„Þegar maður er sjö ára þá veit maður ekkert hver maður er eða hvað maður vill gera. Ég eignaðist vasa­diskó sem ég held mögu­lega að ég hafi fengið þegar ég þurfti að vera á spítala nokkrum árum áður. Það var ekki endi­lega mikið af tón­list keypt á heimilinu en mamma hlustaði á ABBA og Billy Joel.“

Pétur segir fjöl­skyldunni svo hafa borist hval­reki þegar þau fengu að eiga kassettur vinar for­eldra hans.

„Ég fór í gegnum kassetturnar, fann þessa kassettu og varð svona ást­fanginn af þessu lagi, Ebony and I­vory. Ég held að það hafi haft bara alveg djúp­stæð á­hrif á mig. Ég hafði ekki hug­mynd um hvað hvorki ebony né i­vory þýddi. Það hefur örugg­lega ein­hver út­skýrt fyrir mér hvað þetta þýddi, annars vegar nóturnar á píanóinu og hins vegar væri þetta líka vísun í ein­hvers konar kyn­þátta­erjur. Til­raun til að slökkva ein­hverja elda og græða sár. Mér finnst þetta bara mjög fal­legt lag enn þann dag í dag. Það er ef­laust hægt að segja að þetta sé ein­hvers konar naíf hugsun en mér finnst það ekki, mér finnst það bara fal­legt.

Ég er með ein­hverja minningu af því að ganga um hverfið um kvöld og hlusta á þetta lag í heyrnar­tólum og upp­götva þá í leiðinni þennan hljóð­ræna heim. Að vera í ein­hverri svona hljóðs-væru. Þetta var mikil opin­berun á margan hátt.“