Jelena Ćirić tón­listar­maður segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hennar. Jelena er frá Serbíu en hefur verið bú­sett á Ís­landi undan­farin ár og starfar meðal annars sem blaða­maður hjá Iceland Revi­ew og kór­stjóri kórsins Kliðar.

„Í byrjun bókarinnar Braiding Sweet­grass biður höfundurinn Robin Wall Kimmerer lesandann að flétta reyr­gresi með sér. Það er hægt að flétta það einn, segir hún, með því að festa einn enda á stól en „sætasta“ leiðin er að fá ein­hvern annað til þess að halda í hinn endann: þið togið að­eins í sundur – það myndast spenna, sam­vinna og tenging á milli ykkar. Þannig er sam­bandið milli mannsins og jarðarinnar.

Kimmerer er banda­rískur líf­fræðingur af frum­byggja­ættum. Í Braiding Sweet­grass fléttar hún saman vísindi við þekkingu frum­byggja og sögu­hefðina. Bókin er tækni­lega séð ekki skáld­verk, en hún er svo sannar­lega lista­verk, bæði í skapandi skrifum en líka vegna þess að hún gerir það sem öll góð lista­verk gera: býður upp á nýja leið til þess að skilja heiminn.

Vest­rænn skilningur á sam­bandi manns og náttúru er oftast tví­hyggja þar sem við höldum að kostir okkar séu annað hvort að eyði­leggja jörðina eða láta hana al­gjör­lega í friði. Kimmerer sýnir fram á að það er hægt fyrir manninn að verka á náttúruna án þess að skaða hana, að það er gagn­kvæmt sam­band á milli okkar og jarðarinnar sem gagnast okkur báðum.

Bókin hefur setið með mér síðan ég las hana og gefið mér nauð­syn­lega von á þessum ham­fara­tímum.“

Vest­rænn skilningur á sam­bandi manns og náttúru er oftast tví­hyggja