Gabríel Benja­min, fyrr­verandi blaða- og verka­lýðs­maður, segir les­endum Frétta­blaðsins frá listinni sem breytti lífi hans.

„Ég hef verið um 21 árs þegar að ég sá kvik­myndina Children of Men eftir Al­fon­so Cu­arón, en hún er byggð á sam­nefndri bók í heimi þar sem börn hafa ekki fæðst í um tvo ára­tugi. Auk ó­trú­legrar kvik­mynda­töku tæklar hún mörg mál­efni sem standa mér mjög nærri, eins og upp­gang fas­isma í skugga hræðslu og ó­vissu, og virði lífsins og lista við enda­lok mann­kynsins. En það sem hafði mest á­hrif var hvernig myndin fjallaði um flótta­fólk.

Út­sendarar sterkra og al­ráða stjórn­valda Bret­lands elta uppi og hand­sama flótta­fólk. Í­trekað dvelur linsa kvik­myndarinnar við flótta­fólk sem er rýmt úr húsa­skjóli sínu, fangelsað í búrum og mis­þyrmt af her­væddri lög­reglu. Í fyrstu fannst mér þetta vera á­hrifa­mikill vísinda­skáld­skapur, en í ítar­efni myndarinnar var sýnt hvernig her­vædd lög­regla mis­þyrmdi um­sækj­endum um al­þjóð­lega vernd í Grikk­landi og sendi jarð­ýtur til að jafnaði flótta­manna­búðir við jörðu. Þessi kvik­mynd opnaði augu mín og ég hef haldið þeim opnum síðan þá.

Skömmu síðar fór ég með Hauki heitnum Hilmars­syni á FIT Hostel þar sem ís­lenska ríkið lét flótta­fólk grotna niður. Síðar meir sem blaða­maður var ég ó­hræddur við að nota dag­skrár­vald mitt til að vekja at­hygli á ó­rétt­læti í þessum mála­flokki, eins og í til­viki Tony Omos og E­velyn Glory Joseph í leka­málinu, og Chaplas Menka sem var stunginn með egg­vopni af lög­reglunni.

Í Children of Men er búið að normalí­sera of­beldi gegn flótta­fólki. Það er hvers­dags­legt. Að mót­mæla því í raun­heimi er að berjast fyrir betri heimi en Al­fon­so Cu­arón varaði okkur við.

Frá út­gáfu kvik­myndarinnar höfum við séð banda­rísk yfir­völd að­skilja fjöl­skyldur og fangelsa börn í búrum, og séð hér­lenda mann­vonsku aukast er stjórn­völd hand­sama flótta­fólk á leið í skóla nokkrum dögum áður en mál þeirra er tekið fyrir af dóm­stólum. Í Children of Men er búið að normalí­sera of­beldi gegn flótta­fólki. Það er hvers­dags­legt. Að mót­mæla því í raun­heimi er að berjast fyrir betri heimi en Al­fon­so Cu­arón varaði okkur við.“